Árleg Þorláksmessuveisla

Haldin var árleg veisla hjá Blikksmiðnum á Þorláksmessu, 23.desember. Eftir jólatiltekt komu starfsmenn fyrirtækisins saman og snæddu við langborð sem var uppsett á vinnustaðnum. Á boðstólnum var hangikjöt og meðlæti, pantað frá Höfðakaffi ehf. Möndlugrauturinn var á sínum stað ásamt konfektmolum og í lok veislunnar voru starfsmenn kvaddir með jólagjöf frá fyrirtækinu.