Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Árið 2018 var einkar viðburðaríkt hjá okkur í Blikksmiðnum hf. Auk annasamra og spennandi verkefna sem við unnum á árinu fengum við viðurkenningu frá Creditinfo hvar var staðfest að við erum í hópi Framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylltu þau skilyrði sem til þarf.

Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Við félagarnir erum ákaflega þakklátir fyrir þetta og höldum kátir inn í nýtt og spennandi ár.