Árið 2018 var einkar viðburðaríkt hjá okkur í Blikksmiðnum hf. Auk annasamra og spennandi verkefna sem við unnum á árinu fengum við viðurkenningu frá Creditinfo hvar var staðfest að við erum í hópi Framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylltu þau skilyrði sem til þarf.
Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Við félagarnir erum ákaflega þakklátir fyrir þetta og höldum kátir inn í nýtt og spennandi ár.

Blikksmiðurinn hefur tekið í notkun eina öflugustu rúlluefna- og stokkavél, sem til er í landinu. Ávinningur er að geta framleitt loftastokka með sem bestri efnisnýtingu og á sem hagkvæmastan hátt.
Blikksmiðurinn hefur stöðugt verið að stækka það húsnæði sem félagið notar undir starfsemi sína.
Annað árið í röð er Blikksmiðurinn hf. valið sem framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt greiningu Creditinfo.
Blikksmiðurinn er nú á lokaspretti við uppsetningu á loftræstikerfi og stjónbúnaði í stjórnstöð Lýsis, Fiskislóð 5
Dagana 23-27 október sóttu tveir starfsmenn frá Blikksmiðnum, Valdi og Gústi, alþjóðlegu málmiðnaðar sýninguna, Euro Blech. Sýningin var haldin í Hanover, Þýskalandi




Blikksmiðurinn tekur þátt í framkvæmdum á Búðarhálsvirkjun en fyrirtækið sér um uppsetningu loftræstikerfis. Þetta verkefni mun teygja sig fram á mitt næsta ár, 2013.