Fréttir

Euro Blech 2012

Dagana 23-27 október sóttu tveir starfsmenn frá Blikksmiðnum, Valdi og Gústi, alþjóðlegu málmiðnaðar sýninguna, Euro Blech. Sýningin var haldin í Hanover, Þýskalandi

Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni

 

Búðarhálsvirkjun

 

Blikksmiðurinn tekur þátt í framkvæmdum á Búðarhálsvirkjun en fyrirtækið sér um uppsetningu loftræstikerfis. Þetta verkefni mun teygja sig fram á mitt næsta ár, 2013.

Klárað verk á Suðurlandsbraut

Í samvinnu við ÍAV hefur Blikksmiðurinn unnið að nýju útibúi Íslandsbanka á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Verkinu er lokið og hefur verið skilað af sér á undan áætlun.

 

 

Árleg Þorláksmessuveisla

Haldin var árleg veisla hjá Blikksmiðnum á Þorláksmessu, 23.desember. Eftir jólatiltekt komu starfsmenn fyrirtækisins saman og snæddu við langborð sem var uppsett á vinnustaðnum. Á boðstólnum var hangikjöt og meðlæti, pantað frá Höfðakaffi ehf. Möndlugrauturinn var á sínum stað ásamt konfektmolum og í lok veislunnar voru starfsmenn kvaddir með jólagjöf frá fyrirtækinu.

Icelandair Hotel Reykjavík Marina

Frá september hefur Blikksmiðurinn verið að vinna að uppbyggingu loftræstikerfis í nýju hóteli í miðbæ Reykjavíkur, Icelandair Hotel Reykjavík Marina. Framkvæmdin er mikil og flókin þar sem verið er að breyta og innrétta gamla Slipphúsið við Mýrargötu 2-8. Stefnt er á að klára verkið í apríl árið 2012.

Jólahlaðborð í Perlunni

Í lok nóvember fóru starfsmenn Blikksmiðsins, ásamt mökum, á Jólahlaðborð Perlunnar. Hátíðarblær var yfir Perlunni og mikil gleði ríkti meðal starfsmanna. Í boði var fjölbreyttur matur við allra hæfi og allir fóru saddir og sáttir heim.

 

Utanlandsferð til Dublin

Þann 3. nóvember héldu starfsmenn fyrirtækisins í ferðalag til Dublin, höfuðborgar Írlands. Í ferðinni var pöbbarölt og kaffihúsaspjall í fyrirrúmi. Starfsmenn skemmtu sér og nutu frítímanns í góðum félagsskap. Ferðin gekk ljómandi vel í alla staði og margir komu heim með fullar ferðatöskur eftir afkastamiklar verslunarferðir.

Útilega starfsmannafélagsins

Starfsmannafélag Blikksmiðsins hf stóð fyrir útilegu helgina 13-14 ágúst . Þátttaka var góð og fengu ungir sem aldnir að spreyta sig í hinum ýmsum leikjum og uppákomum.

Heiðarskóli Hvalfjarðarströnd

Blikksmiðurinn hf er að ljúka við uppsetningu á loftræstikerfi í nýjum grunnskóla í Leirársveit í samvinnu við Eykt hf.

 

 

Landsbankinn

Landsbankinn hefur samið við Blikksmiðinn hf um endunýjun á loftræstikerfum í bankaútibúum Landsbankans á Eskifirði og Fárskrúðsfirði. Framkvæmdir hefjast um miðjan júlí.

 

 

BLIKKSMIÐURINN HF. / Malarhöfða 8 / 110 Reykjavík / Sími: 577 2727 / Fax: 577 2737 / Netfang: blikk@blikk.is